Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Árni Sæberg skrifar 3. desember 2025 16:47 Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Máli Héraðssaksóknara á hendur þremur mönnum, sem grunaðir voru um að hafa kveikt í Teslu-bifreið lögreglumanns, hefur verið vísað frá dómi. Ákært var fyrir eignaspjöll en Héraðssaksóknari fer ekki með ákæruvald í slíkum málum nema með leyfi Ríkissaksóknara. Slíks leyfis var ekki aflað og því átti ákæran ekkert erindi fyrir dómi. Ellefu milljóna króna málskostnaður sakborninga fellur á ríkið vegna málsins. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp úrskurð sinn þann 14. nóvember síðastliðinn. Átti að fá hundrað þúsund fyrir Í ákæru á hendur mönnunum þremur segir að um hafi verið að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reyna að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir voru síðan þrír ákærðir fyrir eignaspjöll, með því að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Tveir töldu Héraðssaksóknara ekki fara með ákæruvald Í niðurstöðukafla úrskurðar héraðsdóms segir að við aðalmeðferð málsins hafi verjendur tveggja ákærðu krafist frávísunar málsins og verjandi þess þriðja tekið undir kröfur þeirra. Frávísunarkröfurnar hafi meðal annars verið byggðar á því að Héraðssaksóknari færi ekki með ákæruvald í málinu samkvæmt lögum um meðferð sakamála og frávísunarkrafa á þessum grunni hafi fyrst komið fram við aðalmeðferð. Af hálfu ákæruvaldsins hafi þessu verið mótmælt og byggt á því að Héraðssaksóknari hefði, samkvæmt lögunum haft heimild til að höfða mál vegna meints brots gegn ákvæði almennra hegningarlaga um eignaspjöll, þótt ákæruvald samkvæmt því ákvæði heyri alla jafna undir lögreglustjóra. Jafnframt hafi ákæruvaldið byggt á því að ekki hefði þurft að fá samþykki Ríkissaksóknara fyrir málshöfðuninni. Eignaspjöll koma embættinu ekki við Í niðurstöðu héraðsdóms segir að í lögum um meðferð sakamála séu talin upp þau brot sem Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í. Þar komi fram að embættið höfði sakamál vegna XII. kafla almennra hegningarlaga, meðal annars brota gegn valdstjórninni, sem og brota sem hann rannsakar vegna brota á lögreglulögum. Málið hafi upphaflega verið rannsakað sem brot gegn valdstjórninni. Þá höfði hann meðal annars mál vegna brota gegn skatta- og tollalögum, lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, stjórn fiskveiða og fleira. Brot gegn ákvæði um eignaspjöll falli ekki þar undir. Dómurinn reifar ákvæði laga um meðferð sakamála sem mælir fyrir um að ef rannsókn á broti sem Héraðssaksóknari fer með leiðir til þess að rannsakað er annað eða önnur brot sama sakbornings, sem ákæruvald Héraðssaksóknara nær alla jafna ekki til, geti hann höfðað mál vegna brotanna en ella geri lögreglustjóri það. Þegar litið sé til lögskýringargagna með ákvæðinu, bæði þegar það kom fyrst inn í lögin og jafnframt eins og það er í núverandi mynd, verði það ekki skýrt á annan hátt en að heimild Héraðssaksóknara til að ákæra fyrir brot, sem hann alla jafna fer ekki með ákæruvald í, takmarkist við þau tilvik að hann ákæri jafnframt fyrir brot sem ákæruvald hans nær til. Ríkislögreglustjóri getur heimilað Héraðssaksóknara að fara út fyrir valdsviðið Þá segir í lögunum að Ríkissaksóknari skeri úr um valdsvið Héraðssaksóknara gagnvart öðrum ákærendum ef vafi rís um það. Þá geti Ríkissaksóknari enn fremur falið Héraðssaksóknara að fara með mál sem ekki fellur undir valdsvið hans eða falið öðrum ákæranda að fara með mál sem þar fellur undir, svo sem ef rannsókn er hafin á því. Það sé mat dómsins, að virtum lögskýringargögnum og vilja löggjafans sem þar kemur fram, að þegar ljóst var orðið að ekki yrði ákært fyrir brot gegn valdstjórninni í málinu, hefði þurft að koma til þess að Ríkissaksóknari fæli Héraðssaksóknara með formlegum hætti að fara með saksókn málsins vegna meintra eignaspjalla. Í gögnum málsins sé ekkert sem gefur til kynna að svo hafi verið gert. Að þessu virtu verði ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Aðfinnsluverð skjölun Loks segir í úrskurðinum að það athugist að víða í málsgögnum komi sama skjalið fyrir tvisvar eða jafnvel oftar og það sé til þess fallið að valda ruglingi. Gögn málsins séu einnig sett upp með fremur óskipulegum hætti, sem geri þeim sem um málið þurfa að fjalla erfitt fyrir að átta sig á tímalínu þeirra aðgerða sem fóru fram. „Er þetta að mati dómsins aðfinnsluvert.“ Í ljósi úrslita málsins falli allur sakarkostnaður á ríkissjóð. Hann felur í sér málsvarnarlaun þriggja verjenda ákærðu, alls 11,4 milljónir króna. Hann felur ekki sér annan kostnað við rekstur málsins, svo sem laun sækjanda eða rekstur dómstólsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp úrskurð sinn þann 14. nóvember síðastliðinn. Átti að fá hundrað þúsund fyrir Í ákæru á hendur mönnunum þremur segir að um hafi verið að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reyna að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir voru síðan þrír ákærðir fyrir eignaspjöll, með því að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Tveir töldu Héraðssaksóknara ekki fara með ákæruvald Í niðurstöðukafla úrskurðar héraðsdóms segir að við aðalmeðferð málsins hafi verjendur tveggja ákærðu krafist frávísunar málsins og verjandi þess þriðja tekið undir kröfur þeirra. Frávísunarkröfurnar hafi meðal annars verið byggðar á því að Héraðssaksóknari færi ekki með ákæruvald í málinu samkvæmt lögum um meðferð sakamála og frávísunarkrafa á þessum grunni hafi fyrst komið fram við aðalmeðferð. Af hálfu ákæruvaldsins hafi þessu verið mótmælt og byggt á því að Héraðssaksóknari hefði, samkvæmt lögunum haft heimild til að höfða mál vegna meints brots gegn ákvæði almennra hegningarlaga um eignaspjöll, þótt ákæruvald samkvæmt því ákvæði heyri alla jafna undir lögreglustjóra. Jafnframt hafi ákæruvaldið byggt á því að ekki hefði þurft að fá samþykki Ríkissaksóknara fyrir málshöfðuninni. Eignaspjöll koma embættinu ekki við Í niðurstöðu héraðsdóms segir að í lögum um meðferð sakamála séu talin upp þau brot sem Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í. Þar komi fram að embættið höfði sakamál vegna XII. kafla almennra hegningarlaga, meðal annars brota gegn valdstjórninni, sem og brota sem hann rannsakar vegna brota á lögreglulögum. Málið hafi upphaflega verið rannsakað sem brot gegn valdstjórninni. Þá höfði hann meðal annars mál vegna brota gegn skatta- og tollalögum, lögum sem varða gjaldeyrismál, samkeppni, stjórn fiskveiða og fleira. Brot gegn ákvæði um eignaspjöll falli ekki þar undir. Dómurinn reifar ákvæði laga um meðferð sakamála sem mælir fyrir um að ef rannsókn á broti sem Héraðssaksóknari fer með leiðir til þess að rannsakað er annað eða önnur brot sama sakbornings, sem ákæruvald Héraðssaksóknara nær alla jafna ekki til, geti hann höfðað mál vegna brotanna en ella geri lögreglustjóri það. Þegar litið sé til lögskýringargagna með ákvæðinu, bæði þegar það kom fyrst inn í lögin og jafnframt eins og það er í núverandi mynd, verði það ekki skýrt á annan hátt en að heimild Héraðssaksóknara til að ákæra fyrir brot, sem hann alla jafna fer ekki með ákæruvald í, takmarkist við þau tilvik að hann ákæri jafnframt fyrir brot sem ákæruvald hans nær til. Ríkislögreglustjóri getur heimilað Héraðssaksóknara að fara út fyrir valdsviðið Þá segir í lögunum að Ríkissaksóknari skeri úr um valdsvið Héraðssaksóknara gagnvart öðrum ákærendum ef vafi rís um það. Þá geti Ríkissaksóknari enn fremur falið Héraðssaksóknara að fara með mál sem ekki fellur undir valdsvið hans eða falið öðrum ákæranda að fara með mál sem þar fellur undir, svo sem ef rannsókn er hafin á því. Það sé mat dómsins, að virtum lögskýringargögnum og vilja löggjafans sem þar kemur fram, að þegar ljóst var orðið að ekki yrði ákært fyrir brot gegn valdstjórninni í málinu, hefði þurft að koma til þess að Ríkissaksóknari fæli Héraðssaksóknara með formlegum hætti að fara með saksókn málsins vegna meintra eignaspjalla. Í gögnum málsins sé ekkert sem gefur til kynna að svo hafi verið gert. Að þessu virtu verði ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Aðfinnsluverð skjölun Loks segir í úrskurðinum að það athugist að víða í málsgögnum komi sama skjalið fyrir tvisvar eða jafnvel oftar og það sé til þess fallið að valda ruglingi. Gögn málsins séu einnig sett upp með fremur óskipulegum hætti, sem geri þeim sem um málið þurfa að fjalla erfitt fyrir að átta sig á tímalínu þeirra aðgerða sem fóru fram. „Er þetta að mati dómsins aðfinnsluvert.“ Í ljósi úrslita málsins falli allur sakarkostnaður á ríkissjóð. Hann felur í sér málsvarnarlaun þriggja verjenda ákærðu, alls 11,4 milljónir króna. Hann felur ekki sér annan kostnað við rekstur málsins, svo sem laun sækjanda eða rekstur dómstólsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira