Heimir: Einhverntímann í ferlinu munum við misstíga okkur Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2016 19:00 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands. vísir/skjáskot úr viðtalinu Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að íslenska landsliðið muni misstíga sig einhverntímann í undirbúningnum fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar. Hann segir að það eðlilegt í ljósi þess að þetta sé í fyrsta skipti sem liðið fari á stórmót og að liðið læri af því. „Þetta er ansi stórt verkefni fyrir lítið knattspyrnusmband. Það eru mörg verkefni á herðum þess fólks sem vinnur hérna og á heiður skilið hversu mikið það leggur á sig fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Heimir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Einhverntíman í ferlinu munum við misstíga okkur, en þetta er lærdómsferli sem við erum í og það þarf að taka til það greina líka. Við munum reyna gera okkar besta og undirbúa okkur eins vel og hægt er. Þar kemur reynsla Lars að góðum notum." Þetta er í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fer á stórmót og Heimir segir að menn mega ekki vera of yfirspenntir. „Það var einhver góður maður sem sagði mér það fyrir skömmu að í fyrsta skipti sem Íslendingar voru að fara í mót þá hafa þeir dálítið að klikka á fyrstu hindru. Líklega þá vegna yfirspennu og því þurfum við að haga okkar undirbúningi eins vel og hægt er." „Núna erum við að fara í marga vináttuleiki fram að lokakeppni og reynum að fá leiki gegn sterkum andstæðingum. Það er einn af liðunum í undirbúningnum að hugsa og einbeita okkur að þessari lokakeppni í staðinn fyrir að vera að hugsa um FIFA-listann eða vinna leikina. Við erum að reyna fá eins góða vináttuleiki og hægt er." Það verða líklega fá landslið með færra starfólk en það íslenska. Það er með ráðum gert. „Það er einn af þessum þáttum að vera ekki að yfirspennast og vera að fá fullt af nýju fólki sem við erum ekki vanir að vera með í kringum okkur. Leikmennirnir þekkja allt þetta starfsfólk og það hefur virkað vel fyrir okkur," sagði Heimir og bætti við að lokum: „Auðvitað vitum við það að það verður miklu meira umstang í kringum þetta mót, en ég hef oft sagt það að það eru álög á þessu karlalandsliði. Það er bara gott fólk í kringum þetta landslið og magnað hversu vinnusamt þetta fólk er." „Það vinnur langt umfram það sem það fær bætur fyrir og við teljum okkur geta þetta, en auðvitað vitum við það að þetta verður erfitt," sagði tannlæknirinn úr Vestmannaeyjum að lokum. Allt innslag Guðjóns má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira