Tækniþróunarsjóður gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn fellur undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og vinnur skv. stefnu Vísinda – og tækniráðs.
Tækniþróunarsjóður er fjármagnaður af ríkissjóði í samræmi við fjárlög hvers árs og hefur sjóðurinn farið vaxandi frá stofnun hans árið 2004. Í nýjustu fjárlögum hækkuðu framlög til sjóðsins um 71% á milli ára og stendur nú í 2,3 milljörðum króna.
Nýsköpun og tækniþróun í breyttum heimi
Heimurinn er að ganga í gegnum eitt mesta og hraðasta breytingarskeið sögunnar. Tækni og nýsköpun spila þar lykilhlutverk, enda á tækniþróun sér engin mörk, nær yfir öll svið samfélagsins og snertir líf okkar allra.
Breyttir tímar kalla einnig á nýsköpun og tæknilausnir hjá opinberum stofnunum til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem best.
Ísland er ekki undanskilið þessari þróun.
Mikilvæg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf
Tækniþróunarsjóður styður verkefni á öllum sviðum atvinnulífins.
Meðal þeirra sem Tækniþróunarsjóður hefur styrkt á mótunarárum eru hátæknifyrirtækið Marel, orkustjórnunarfyrirtækið Marorka, Lauf Forks sem þróar og framleiðir nýja tegund hjólagaffla, matarhönnunarverkefnið Stefnumót hönnuða og bænda, upplýsingatæknifyrirtækið Mentor, ORF Líftækni, Meniga sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir heimilisfjármál og lækningatæknifyrirtækið Nox Medical, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mörg, ef ekki öll, þessara fyrirtækja hefur styrkur úr Tækniþróunarsjóði skipt sköpum fyrir framgang þeirra og vöxt.
Fjölbreytni, framkvæmd og árangur
Í ljósi stóraukins framlags til Tækniþróunarsjóðs, hefur sjóðurinn mótað nýja stefnu í víðtæku samráði við helstu aðila úr atvinnulífinu. Lykilorðin í nýrri framtíðarsýn eru fjölbreytni, framkvæmd og árangur.
Hærri styrkir og snarpara ferli
Meginmarkmið með nýrri stefnumótun eru að gera sjóðinn skilvirkari, opnari fyrir fleiri og fjölbreyttari umsóknum frá einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum.
Til að stuðla að skilvirkari og öflugri stuðningi við nýsköpun leggur sjóðurinn nú áherslu á hærri styrki en snarpara ferli en verið hefur.
Ísland og alþjóðleg samkeppnishæfni
Tækniþróunarsjóður leggur einnig áherslu á að styðja alþjóðleg samstarfsverkefni sem Íslendingar eiga aðild að, til þess að auka þekkingu hérlendis og bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs.
Ísland er í 29. sæti í samanburði á samkeppnishæfni þjóða skv. alþjóðlegri skýrslu Alþjóðlega efnahagsráðsins. Þar skorar Ísland hvað hæst í menntun og tækni, en lægst í flokknum markaðsstærð.
Sókn á alþjóðlegan markað er sífellt mikilvægari í hnattvæddum heimi, þar sem landamæri í viðskiptum og á vinnumarkaði verða æ óljósari. Í því sambandi má nefna að útflutningstekjur hugbúnaðargeirans hafa vaxið um 20% árlega frá árinu 2010. Tækni- og hugverkaiðnaðurinn aflaði 23% gjaldeyristekna árið 2014 og 90% af tekjum leikjaiðnaðarins koma erlendis frá, svo dæmi séu nefnd.
Hagnýting á rannsóknum
Íslendingar mælast nokkuð vel þegar kemur að gerð rannsókna og birtingu ritrýndra greina. Það er hins vegar gjá á milli þessarar þekkingarsköpunar í rannsóknarsamfélaginu annars vegar og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu hins vegar. Þessi gjá er þekkt vandamál víða um heim.
Með nýjum styrkjarflokki, Hagnýt rannsóknarverkefni, vill Tækniþróunarsjóður brúa þessa gjá. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar nk.
Fræ, Sproti, Vöxtur og Sprettur
Tækniþróunarsjóður býður nú einnig upp á einkaleyfisstyrki og er opið fyrir umsóknir allt árið.
Fræ er ný styrktarleið hjá Tækniþróunarsjóði sem miðar sérstaklega að því að auka nýliðun og höfða til frumkvöðla á fyrstu skrefum hugmyndar.
Umsóknarferlið er einfaldara en í öðrum styrkjaflokkum og skil á niðurstöðum verkefnis á að liggja fyrir innan 5 mánaða. Umsóknarfrestur í Fræ rennur út 4. apríl nk.
Styrkþegar eiga möguleika á áframhaldandi fjármögnun fyrir Fræ-verkefni, innan styrkjaflokksins Fyrirtækjastyrkur – Sproti, sem boðið verður upp á fyrir umsóknarfrestinn 15. september. Þar hafa styrkþegar möguleika á að fá allt að 10 m.kr ár ári í 2 ár, án kröfu um mótframlag.
Þú nærð lengra...
Fyrirtækjastyrkirnir Vöxtur og Sprettur eru svo nýjir og öflugri fyrirtækjastyrkir en verið hafa, sem opnað verður fyrir í umsóknarfrestinum sem rennur út 15. september nk.
Í styrkjakerfi Tækniþróunarsjóðs er lögð áhersla á samfellu á milli styrkjaflokka, þannig að sjóðurinn geti styrkt vöxt og þróun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og verkefna á ólíkum stigum í þróunar- og nýsköpunarferlinu og á fyrstu stigum markaðssetningar. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu sjóðsins.

Framtíðarsýn, nýsköpun og tækniþróun
Skoðun

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar