62 auðkýfingar Stefán Jón Hafstein skrifar 23. janúar 2016 07:00 Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar