Íslensk þjóðmenning í hávegum höfð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga sem markar þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. Í Þjóðminjasafninu er varðveitt stórt safn minja um meira en þúsund ára sögu íslensku þjóðarinnar. Í samræmi við áherslur stjórnvalda á málaflokkinn hefur verið tekin ákvörðun um að tryggja bestu aðstæður fyrir þessa grunnstarfsemi þjóðminjavörslunnar. Undirritaður verður samningur um nýtt og vel búið fjögur þúsund fermetra Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands sem ætlað er að mæta kröfum samtímans um örugga vörslu menningarminja. Í húsinu verða öryggisgeymslur fyrir stóran hluta safnkosts Þjóðminjasafns auk starfsaðstöðu fyrir sérfræðinga, fræðimenn og nemendur. Öflug öryggisvarsla, hita- og rakastýring verður í húsnæðinu svo tryggja megi varðveislu fjölbreytts og viðkvæms safnkosts muna og jarðfundinna gripa. Í húsnæðinu verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði, aðstaða til sérhæfðrar umsýslu forngripa og aðstaða til undirbúnings sýninga. Einnig verður í húsnæðinu aðstaða til kennslu en Þjóðminjasafn Íslands er háskólastofnun með mikilvægt hlutverk fyrir námsmenn og rannsóknarstörf. Grundvallarbreytingar voru gerðar á málefnum menningararfs með núverandi ríkisstjórn árið 2013 þegar forræði málaflokksins var flutt í forsætisráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði. Frá þeim tíma hefur markvisst verið unnið að því að efla stofnanir og starfsemi á málefnasviðinu. Samþykkt hafa verið lög um verndarsvæði í byggð sem stuðla að verndun byggðamynsturs í þéttbýli og er nú unnið að endurskoðun laga sem varða málaflokkinn. Sjónum hefur ekki hvað síst verið beint að sögulegum húsum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands, en þar eru varðveitt torfhús sem eru á yfirlitsskrá heimsminjaskrár UNESCO. Gert hefur verið víðtækt átak á sviði minjaverndar, sem meðal annars felur í sér bætt aðgengi ferðamanna að minjastöðum þjóðarinnar. Með Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands verður stuðlað að vandaðri vörslu menningarminja og auknum skilningi á menningararfi Íslands. Í því felast tækifæri til menntunar, atvinnusköpunar og aukinnar hagsældar í landinu. Það er því mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar