Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um níu prósent í gær, mesta lækkun síðan í september 2014. Það sem af er ári hafa hlutabréf í Tesla lækkað um 38 prósent.
Nokkrir greiningaraðilar hafa gefið út neikvæðar skýrslur um rafbílaframleiðandann. Tesla mun tilkynna afkomu á fjórða ársfjórðungi síðasta árs um eftirmiðdaginn á morgun.
CNN Money greinir frá því að margir telja hlutabréfin áhættusöm þar sem fyrirtækið er mjög langtíma miðað. Það er óvíst hversu hratt fyrirtækið mun geta aukið framleiðslu til að keppa á bílamarkaðnum.
Tesla í vandræðum

Tengdar fréttir

Hlutabréf í Tesla taka dýfu
13% lækkun í vikunni og 40% lækkun frá hæsta verði.

Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn
Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur.

Elon Musk vill þróa rafflugvél
Tæknin til að knúa rafflugvél er nánast ekki til í dag. Musk hefur þó haft áhuga á því að þróa hana í að minnsta kosti sex ár.

Tesla að ráða 1.650 nýja starfsmenn
Ekki hlaupið að því að fá starf hjá Tesla því 1,5 milljón manns hafa sótt um starf á síðustu 14 mánuðum.