Af hverju þetta hik? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Ýmislegt mælir með því að afnema einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Almennt talað eru frjáls viðskipti ágæt skipan mála sem öllum kemur vel: framleiðendum, seljendum og kaupendum. Fólk sem dvalið hefur erlendis veit líka að hægt er að fara um matvörubúðir þar án þess að finnast maður skyldugur til að kaupa þar áfengi, bara af því að það má. Tilhögun sölu á tilteknum varningi ætti líka yfirleitt að miðast við fjöldann fremur en fámennan jaðarhóp; regluna fremur en undantekninguna, ríkjandi siði fremur en afbrigðin. Almennt talað. Lögleiðing bjórs virðist hafa haft fremur jákvæð áhrif á drykkjusiði landsmanna – almennt talað – bjórbannið var eftir á að hyggja næstum jafn afkáralegt og bannið við hundahaldi í Reykjavíkurborg. Þó að meira seljist af áfengi eftir afnám bjórbannsins held ég að betur sé farið með það áfengi en áður. Almennt talað. Ég veit ekki hvort það hefur verið mælt eða kannað en stundum hvarflar að manni að umgengni við áfengi sé því verri sem það er óaðgengilegra; og verst þegar það er bannað. Við slíkar kringumstæður verður til drykkur eins og svonefndur Landi, en það lýsir nokkuð sérstæðri sjálfsmynd þjóðar að kenna slíka ólyfjan við sig. Og ekki er svo sem skárri kúmenspírinn sem við köllum brennivín og teljum útlendingum trú um að sé drukkið hér í öll mál með hrútspungunum. Hið hroðalega brennivínsþamb sem tíðkaðist í mínu ungdæmi hefur til allrar guðslukku vikið að mestu fyrir léttvínsdrykkju og bjórsötri. Það eru góð skipti. Almennt talað ætti fólk sem flytur inn eða jafnvel framleiðir einhver sérstök vín eða bjór að geta selt þennan varning þeim sem áhuga hafa án þess að þar þurfi sérstakan atbeina eða milligöngu ríkisvaldsins.Og samt …Almennt talað. Margt sem mælir með því að afnema þetta einkaleyfi. Og af hverju hikar maður þá við að styðja það fullum hálsi? Innbyggð tregða og íhaldssemi? Eflaust. Sjálfvirk neikvæðni gagnvart baráttumáli heimdellings á Alþingi? Auðvitað. Forræðishyggja? Já já. Maður hikar. Þó að frjáls viðskipti séu almennt talað ágæt skipan mála þá þarf það ekki að gilda í sérstökum tilvikum. Algjört viðskiptafrelsi á ekki að vera allsherjarregla, ofar hverri kröfu, eins og kreddumenn segja. Ekki einu sinni Heimdallur myndi styðja frumvarp um lögleiðingu á mansali eða líffærasölu – veit þó ekki með eiturlyfin. Þar með er ekki sagt að hægt sé að útrýma úr heiminum verslun með óæskilegan varning. Lög sem gera slíka starfsemi refsiverða eru hins vegar til marks um vilja og stefnu samfélagsins í heild. Þau sýna sjálfsmynd samfélagsins, jafngilda nokkurs konar yfirlýsingu um það hvað sé að mati þess æskileg mannleg hegðun – og hvað ekki. Kannski megi hugsa um áfengisstefnuna út frá þessu. Samfylgd Íslendinga og áfengisins er löng og vörðuð sorg og óhamingju. Sé hægt að tala um þjóðarsjúkdóm hér á landi þá væri það sennilega áfengissýkin. Naumast er til sú fjölskylda hér á landi sem þekkir ekki af eigin raun þá geðbilun sem ofneyslu áfengis fylgir, og bitnar ekki aðeins á þeim sem drekkur heldur öllum þeim sem í kringum viðkomandi eru. Áfengi er hugvíkkandi efni – eða kannski hugþrengjandi. Það breytir hugsunum. Það er ekki hægt að tala um það eins og jógúrt eða hrökkbrauð. Það getur verið mjög ánægjulegt að hafa það um hönd og er jafnvel bráðhollt sé þess neytt í hófi – afi minn Indriði byrjaði hvern dag á því að fá sér snafs til að koma blóðinu á hreyfingu en lét það líka duga – og komst á tíræðisaldur með markvissri kyrrsetu og lestri á Íslendingasögunum. Dæmi hans sýnir að hófleg áfengisnotkun er holl og góð, en ætli það dæmi sé ekki fremur undantekning hér á landi. Við höfum meira að segja dæmi um óhóflega hófdrykkju.Sérstök lögmálMeð öðrum orðum. Það sem gildir almennt talað um hvers kyns varning gildir ekki endilega um áfengi. Það gilda sérstök lögmál um áfengið. Það hefur áhrif á hugsun okkar og hegðun, sé þess neytt í óhófi. Við vitum af sárri reynslu að ekki er hægt að banna áfengi með öllu – og raunar ekki ástæða til að gera það – en samfélagið sendir okkur einstaklingunum ákveðin skilaboð um eðli þessa varnings með því að hafa það til sölu á sérstökum stöðum. Maður þarf sem sagt að gera sér sérstaklega ferð til að kaupa áfengi, maður þarf að taka sérstaka og meðvitaða ákvörðun um að gera það. Við vitum að margir óvirkir alkóhólistar geta keypt áfengi handa öðrum og haft það í kringum sig, en þá gera þeir það á sínum forsendum og hafa sínar aðferðir við að forðast eigin neyslu á því. Mótsagnir? Að sjálfsögðu. Í ljósi sögunnar er full ástæða til að hafa varann á gagnvart breytingum á fyrirkomulagi áfengissölunnar. Leiði þær til þess að bara einn alkóhólisti fellur – eða hófdrykkja verði að ofdrykkju – er verr af stað farið en heima setið. Velja þeir hjá Högum ekki nóg ofan í okkur, svo að vínið bætist ekki þar við? Þegar vegast á í huga manns grundvallarreglan um viðskiptafrelsi annars vegar og heill og hamingja tiltekinna einstaklinga hins vegar er auðvelt að gera upp hug sinn. Svona almennt talað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt mælir með því að afnema einkaleyfi ríkisins á áfengissölu. Almennt talað eru frjáls viðskipti ágæt skipan mála sem öllum kemur vel: framleiðendum, seljendum og kaupendum. Fólk sem dvalið hefur erlendis veit líka að hægt er að fara um matvörubúðir þar án þess að finnast maður skyldugur til að kaupa þar áfengi, bara af því að það má. Tilhögun sölu á tilteknum varningi ætti líka yfirleitt að miðast við fjöldann fremur en fámennan jaðarhóp; regluna fremur en undantekninguna, ríkjandi siði fremur en afbrigðin. Almennt talað. Lögleiðing bjórs virðist hafa haft fremur jákvæð áhrif á drykkjusiði landsmanna – almennt talað – bjórbannið var eftir á að hyggja næstum jafn afkáralegt og bannið við hundahaldi í Reykjavíkurborg. Þó að meira seljist af áfengi eftir afnám bjórbannsins held ég að betur sé farið með það áfengi en áður. Almennt talað. Ég veit ekki hvort það hefur verið mælt eða kannað en stundum hvarflar að manni að umgengni við áfengi sé því verri sem það er óaðgengilegra; og verst þegar það er bannað. Við slíkar kringumstæður verður til drykkur eins og svonefndur Landi, en það lýsir nokkuð sérstæðri sjálfsmynd þjóðar að kenna slíka ólyfjan við sig. Og ekki er svo sem skárri kúmenspírinn sem við köllum brennivín og teljum útlendingum trú um að sé drukkið hér í öll mál með hrútspungunum. Hið hroðalega brennivínsþamb sem tíðkaðist í mínu ungdæmi hefur til allrar guðslukku vikið að mestu fyrir léttvínsdrykkju og bjórsötri. Það eru góð skipti. Almennt talað ætti fólk sem flytur inn eða jafnvel framleiðir einhver sérstök vín eða bjór að geta selt þennan varning þeim sem áhuga hafa án þess að þar þurfi sérstakan atbeina eða milligöngu ríkisvaldsins.Og samt …Almennt talað. Margt sem mælir með því að afnema þetta einkaleyfi. Og af hverju hikar maður þá við að styðja það fullum hálsi? Innbyggð tregða og íhaldssemi? Eflaust. Sjálfvirk neikvæðni gagnvart baráttumáli heimdellings á Alþingi? Auðvitað. Forræðishyggja? Já já. Maður hikar. Þó að frjáls viðskipti séu almennt talað ágæt skipan mála þá þarf það ekki að gilda í sérstökum tilvikum. Algjört viðskiptafrelsi á ekki að vera allsherjarregla, ofar hverri kröfu, eins og kreddumenn segja. Ekki einu sinni Heimdallur myndi styðja frumvarp um lögleiðingu á mansali eða líffærasölu – veit þó ekki með eiturlyfin. Þar með er ekki sagt að hægt sé að útrýma úr heiminum verslun með óæskilegan varning. Lög sem gera slíka starfsemi refsiverða eru hins vegar til marks um vilja og stefnu samfélagsins í heild. Þau sýna sjálfsmynd samfélagsins, jafngilda nokkurs konar yfirlýsingu um það hvað sé að mati þess æskileg mannleg hegðun – og hvað ekki. Kannski megi hugsa um áfengisstefnuna út frá þessu. Samfylgd Íslendinga og áfengisins er löng og vörðuð sorg og óhamingju. Sé hægt að tala um þjóðarsjúkdóm hér á landi þá væri það sennilega áfengissýkin. Naumast er til sú fjölskylda hér á landi sem þekkir ekki af eigin raun þá geðbilun sem ofneyslu áfengis fylgir, og bitnar ekki aðeins á þeim sem drekkur heldur öllum þeim sem í kringum viðkomandi eru. Áfengi er hugvíkkandi efni – eða kannski hugþrengjandi. Það breytir hugsunum. Það er ekki hægt að tala um það eins og jógúrt eða hrökkbrauð. Það getur verið mjög ánægjulegt að hafa það um hönd og er jafnvel bráðhollt sé þess neytt í hófi – afi minn Indriði byrjaði hvern dag á því að fá sér snafs til að koma blóðinu á hreyfingu en lét það líka duga – og komst á tíræðisaldur með markvissri kyrrsetu og lestri á Íslendingasögunum. Dæmi hans sýnir að hófleg áfengisnotkun er holl og góð, en ætli það dæmi sé ekki fremur undantekning hér á landi. Við höfum meira að segja dæmi um óhóflega hófdrykkju.Sérstök lögmálMeð öðrum orðum. Það sem gildir almennt talað um hvers kyns varning gildir ekki endilega um áfengi. Það gilda sérstök lögmál um áfengið. Það hefur áhrif á hugsun okkar og hegðun, sé þess neytt í óhófi. Við vitum af sárri reynslu að ekki er hægt að banna áfengi með öllu – og raunar ekki ástæða til að gera það – en samfélagið sendir okkur einstaklingunum ákveðin skilaboð um eðli þessa varnings með því að hafa það til sölu á sérstökum stöðum. Maður þarf sem sagt að gera sér sérstaklega ferð til að kaupa áfengi, maður þarf að taka sérstaka og meðvitaða ákvörðun um að gera það. Við vitum að margir óvirkir alkóhólistar geta keypt áfengi handa öðrum og haft það í kringum sig, en þá gera þeir það á sínum forsendum og hafa sínar aðferðir við að forðast eigin neyslu á því. Mótsagnir? Að sjálfsögðu. Í ljósi sögunnar er full ástæða til að hafa varann á gagnvart breytingum á fyrirkomulagi áfengissölunnar. Leiði þær til þess að bara einn alkóhólisti fellur – eða hófdrykkja verði að ofdrykkju – er verr af stað farið en heima setið. Velja þeir hjá Högum ekki nóg ofan í okkur, svo að vínið bætist ekki þar við? Þegar vegast á í huga manns grundvallarreglan um viðskiptafrelsi annars vegar og heill og hamingja tiltekinna einstaklinga hins vegar er auðvelt að gera upp hug sinn. Svona almennt talað.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun