Leiðtogar heims heita 1.300 milljörðum til lausnar flóttamannavandans Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 21:33 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra þjóðarleiðtoga hét því að heita fé til að mæta flóttamannavandanum. Vísir/EPA Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira