Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Ted Cruz, hinn óvænti sigurvegari repúblikana í Iowa, ásamt föður sínum Rafael Cruz. vísir/Epa Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira