Að snúa hlutum á hvolf og til baka aftur Teitur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2016 14:43 Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun