Landsliðið er ljósi punkturinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Stjörnukonan Margrét Kara Sturludóttir á landsliðsæfingu í vikunni. Vísir/anton brink Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira