Að vinna með atvinnulífinu en ekki gegn því Andrés Magnússon skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun