Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu milli Stykkishólms og Búðardals í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær eftir að bíll valt á á Stykkishólmsvegi austan við Álftafjörð. Voru sex erlendir ferðamenn í bílnum og voru þrír þeirra fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur. Konan er sú eina sem er alvarlega slösuð eftir bílveltuna en líðan hennar stöðug.
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
