Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2016 14:54 Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í álversdeilunni í gærkvöldi óvænt til samningafundar næstkomandi mánudag. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að útflutningsbanni á áli frá fyrirtækinu verði haldið til streitu þar til samningar hafi náðst. Mikil harka er hlaupin í deilu verkalýðsfélaganna í Álverinu í Straumsvík við fyrirtækið sem staðið hefur yfir í um ár. Fyrirtækið kærði boðað útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar til félagsdóms, sem úrskurðaði verkalýðsfélaginu í vil á þriðjudagskvöld. Útflutningsbannið hófst síðan á miðnætti þann dag og stöðvuðu verkfallsverðir tilraunir yfirmanna fyrirtækisins til að ganga í störf hafnarverkamanna við útskipun á áli á miðvikudag. Deiluaðilar komu síðar þann dag til fundar hjá Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða varð á þeim fundi og að honum loknum var ekki boðað til nýs fundar. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar fékk þó skilaboð frá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. „Ríkissáttasemjari er búinn að boða til fundar núna á mánudaginn klukkan þrjú. Ég reikna með að þar verði framhald þeirra viðræðna sem við erum búnir að vera í við þá. Það voru náttúrlega á síðasta fundi ýmsar spurningar sem átti eftir að svara og annað. Ég ætla að vona að menn svari þeim á þessum fundi, frá báðum aðilum,“ segir Kolbeinn.Þannig að menn eru eitthvað að þreifa hver á öðrum, þið eruð ekki bara í störukeppni? „Menn eru auðvitað alltaf að reyna að ná lendingu. En það kemur alltaf upp þetta sama; að þeir séu ekki tilbúnir að gera neina kjarasamninga nema að opna allt sem snýr að þessari yfirlýsingu um verktökuna,“ segir Kolbeinn. Hins vegar eigi eftir að svara ýmsum öðrum spurning til að menn geti farið að mjaka viðræðum eitthvað áfram. Tilgangurinn með útflutningsbanninu sé að þrýsta fyrirtækinu til alvöru viðræðna við samningaborðið. En fulltrúar Ísal segja fyrirtækið hafa boðið sömu launahækkanir og aðrir hafi fengið ofan á laun sem sem séu nú þegar mjög góð. Fyrirtækið vilji hins vegar einnig njóta sömu réttinda og önnur fyrirtæki um útvistun verkefna sem ekki tengist kjarastarfsemi fyrirtækisins. Næsta skip er væntanlegt til Straumsvíkur á mánudag og lestun þess ætti að hefjast strax á þriðjudag.Það liggur alveg ljóst fyrir að þið munuð stöðva þá útskipun ef ekki hefur náðst samningur? „Já, já. Það er verkfall á álútflutning og við höldum því til streitu,“ segir Kolbeinn Gunnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00