Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira