Fjórir stubbar í varnarlínu Bayern í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 13:15 David Alaba. Vísir/Getty Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira