Óvinur nr. 1 - Bændur Einar Freyr Elínarson skrifar 22. febrúar 2016 15:58 Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Búvörusamningar Einar Freyr Elínarson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun