Aukin harka í kappræðum demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Sanders og Clinton eiga í harðri baráttu. vísir/EPA Hiti var í kappræðum forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum, Bernie Sanders og Hillary Clinton, aðfaranótt mánudags sem fóru fram í borginni Flint í Michigan-ríki. Ræddu þau meðal annars um bifreiðaiðnaðinn, sem einkennir ríkið, og sakaði Clinton Sanders um að hafa reynt að drepa iðnaðinn þegar hann kaus á móti fjárhagsaðstoð fyrir stóra framleiðendur í kjölfar efnahagshrunsins. Skaut Sanders þá til baka á Clinton og sagði „vini hennar á Wall Street“ hafa eyðilagt hagkerfi Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að aukin harka hafi verið í kappræðum þeirra frá því sem áður hefur verið komust þær ekki með tærnar þar sem kappræður repúblikana í síðustu viku höfðu hælana, en þar fann Donald Trump sig knúinn til að svara ásökunum Marco Rubio um að hann væri með lítinn getnaðarlim. „Ég ábyrgist það að það er ekkert vandamál, ábyrgist það,“ hrópaði Trump. Clinton hefur nú forskot á Sanders í baráttunni. Hefur hún aflað sér stuðnings 672 landsfundarfulltrúa en Sanders 477. Alls þarf 2.383 til að vinna. Þá hefur Trump 384 fulltrúa hjá repúblikönum en næsti keppinautur hans, Ted Cruz, 300. Alls þarf 1.237 fulltrúa til að tryggja sér útnefninguna. Báðir flokkar kjósa í Michigan og Mississippi í dag en þar að auki kjósa repúblikanar á Havaí og í Idaho. Kannanir benda til þess að Clinton og Trump vinni öll fylkin fyrir utan Havaí þar sem engar kannanir hafa verið gerðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Gremja kemur upp á milli Clinton og Sanders Forsetaframbjóðendurnir deildu meira en áður. 7. mars 2016 09:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hiti var í kappræðum forsetaefna demókrata í Bandaríkjunum, Bernie Sanders og Hillary Clinton, aðfaranótt mánudags sem fóru fram í borginni Flint í Michigan-ríki. Ræddu þau meðal annars um bifreiðaiðnaðinn, sem einkennir ríkið, og sakaði Clinton Sanders um að hafa reynt að drepa iðnaðinn þegar hann kaus á móti fjárhagsaðstoð fyrir stóra framleiðendur í kjölfar efnahagshrunsins. Skaut Sanders þá til baka á Clinton og sagði „vini hennar á Wall Street“ hafa eyðilagt hagkerfi Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að aukin harka hafi verið í kappræðum þeirra frá því sem áður hefur verið komust þær ekki með tærnar þar sem kappræður repúblikana í síðustu viku höfðu hælana, en þar fann Donald Trump sig knúinn til að svara ásökunum Marco Rubio um að hann væri með lítinn getnaðarlim. „Ég ábyrgist það að það er ekkert vandamál, ábyrgist það,“ hrópaði Trump. Clinton hefur nú forskot á Sanders í baráttunni. Hefur hún aflað sér stuðnings 672 landsfundarfulltrúa en Sanders 477. Alls þarf 2.383 til að vinna. Þá hefur Trump 384 fulltrúa hjá repúblikönum en næsti keppinautur hans, Ted Cruz, 300. Alls þarf 1.237 fulltrúa til að tryggja sér útnefninguna. Báðir flokkar kjósa í Michigan og Mississippi í dag en þar að auki kjósa repúblikanar á Havaí og í Idaho. Kannanir benda til þess að Clinton og Trump vinni öll fylkin fyrir utan Havaí þar sem engar kannanir hafa verið gerðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Gremja kemur upp á milli Clinton og Sanders Forsetaframbjóðendurnir deildu meira en áður. 7. mars 2016 09:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Gremja kemur upp á milli Clinton og Sanders Forsetaframbjóðendurnir deildu meira en áður. 7. mars 2016 09:45