Repúblikana skortir góðan leiðtoga Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Repúblikanar eru illa staddir hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. vísir/getty Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18