Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2016 10:06 Donald Trump ávarpar stuðningsmenn sína í Louisiana vísir/epa Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Forysta Donald Trump í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af fjórum ríkjum þar sem kosið var í gær. Cruz sigraði í Kansas og Maine á meðan Trump fór með sigur af hólmi í Louisiana og Kentucky. Flestir kjörmenn fengust í Louisiana, eða alls 47, en sigrar Cruz voru stærri svo fleiri kjörmenn féllu hans megin í forkosningunum í gær. Úrslitin benda þó til þess að hvorugur þeirra nái þeim 1237 kjörmönnum sem þarf til að hljóta útnefningu repúblikana á flokksþinginu í sumar. Fari það svo verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþinginu en slíkt hefur ekki gerst hjá repúblikönum síðan árið 1976.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumTed Cruz virðist vera sá eini sem á möguleika á að stöðva Donald Trumpvísir/epaDonald Trump hvatti Marco Rubio til þess að draga sig út úr forvalinu og sagði að hann hefði átt mjög slæmt kvöld í gær. Þá sagði Cruz að á meðan fleiri væru um hituna gæfi það Trump ákveðið forskot. Rubio hefur aðeins sigrað í einu ríki en Trump hefur nú sigrað í tólf ríkjum og er með 378 kjörmenn. Cruz hefur sigrað í sex ríkjum og er með 295 kjörmenn. Demókratar héldu einnig forkosningar í gær en kosið var í þremur. Bernie Sanders bar sigur úr býtum í tveimur þeirra, Nebraska og Kansas, en Hillary Clinton vann stórsigur í Louisiana þar sem hún hlaut 70 prósent atkvæða. Clinton er nú með 1104 kjörmenn en Sanders 446. Alls þarf 2383 kjörmenn til að hljóta útnefningu Demókrataflokksins en Sanders vonar að sigrar hans í gær bendi til að hann eigi enn möguleika í stærri ríkjum á borð við Ohio og Michigan.Diversity is a strength, not a weakness. If we lift each other up, we can make this country even stronger.https://t.co/76EVKvQ759— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 6, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00 Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Romney segir Trump vera loddara Fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, Mitt Romney, hefur hvatt flokksbræður sína til að hafna framboði Donalds Trump. 4. mars 2016 07:00
Svona gæti Trump valdið kreppu Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. 4. mars 2016 11:11
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53