Stóra myndin Almar Guðmundsson skrifar 2. mars 2016 10:00 Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar