Bayern áfram eftir magnaðan sex marka leik | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 22:15 Thomas Müller fagnar markinu sem skaut Bayern í framlenginu. vísir/getty Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4): Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Bayern München komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir magnaðan 4-2 sigur á Juventus í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Liðin skildu jöfn, 2-2, í Tórínó þar sem Bayern kastaði frá sér tveggja marka forskoti. Leikurinn var ekki fimm mínútna gamall þegar Paul Pogba kom Juventus yfir, 1-0. Frakkinn renndi boltanum úr teignum í autt netið eftir skógarhlaup hjá Manuel Neuer. Juventus komst svo í 2-0 þegar Juan Cuadrado skoraði fallegt mark eftir glæsilega skyndisókn gestanna frá Tórínó. Álvaro Morata bar upp boltann og lagði hann á Kólumbíumanninn sem fíflaði einn og hamraði boltann svo í netið. Þar með var Juventus búið að skora fjögur mörk í röð í einvíginu eftir að lenda 2-0 undir á heimavelli í fyrri leiknum. Það tók Bæjara 73 mínútur að koma sér á blað í kvöld en Robert Lewandowski minnkaði muninn í 2-1 (3-4) með skalla. Upphófst þá mikil og þung sókn Bayern-liðsins. Þegar Juventus virtist ætla að sigla glæsilegum sigri í hús í venjulegum leiktíma skoraði Thomas Müller skallamark á fyrstu mínútu í uppbótartíma, 2-2 (4-4), og þurfti því að grípa til framlengingar. Müller lagði svo upp fimmta mark leiksins fyrir varamanninn Thiago Alcantara. Thiago tók nettan þríhyrning við Müller í vítateig Juventus á 108. mínútu og lagði boltann snyrtilega í hornið, 3-2 (5-4). Thiago skoraði á 108. mínútu og tveimur mínútum síðar gekk Frakkinn Kingsley Coeman frá einvíginu með fallegu marki, 4-2. Samanlögð staða þá orðin 6-4 fyrir Bayern. Coeman, sem er lánsmaður frá Juventus, smellti boltanum í hornið framhjá Buffon með föstu skoti úr teignum. Fjórum mínútum fyrir leiksloks fengu Stefano Sturaro og Mario Mandzukic báðir góð færi í sömu sókninni til að minnka muninn og hleypa spennu í lokakaflann en þeim brást bogalistin. Eftir að fá á sig fjögur mörk í röð í einvíginu skoraði Bayern fjögur í röð í leiknum í kvöld eftir að lenda 2-0 undir og komst áfram í átta liða úrslitin. Silfurlið síðasta árs úr leik eftir magnað tíu marka einvígi.Paul Pogba kemur Juve í 0-1 (2-3) Juan Cuadrado kemur Juventus í 0-2 (2-4). Robert Lewandowski minnkar muninn í 1-2 (3-4): Thomas Müller jafnar fyrir Bayern 2-2 (4-4): Thiago Alcantara kemur Bayern í 3-2 (5-4): Kingsley Coeman kemur Bayern í 4-2 (6-4):
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira