Saga NBA-leikmanns á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2016 11:00 Wahlberg ætlar að framleiða mynd um líf Butlers. vísir/getty Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13. NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13.
NBA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira