Það þarf að byrja upp á nýtt! Ögmundur Jónasson skrifar 15. mars 2016 07:00 Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun