Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2016 15:58 Eins og sjá má er landið illa farið á leiðinni niður á Sólheimasand. mynd/benedikt bragason og Magnús Már Byron „Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Því miður er farið svona frjálslega þarna um landið þannig að þetta er allt að fara í drullusvað. Versta aðgerðin er auðvitað að loka en við eigum engin önnur ráð í augnablikinu,“ segir Bendikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi, en á fundi landeigenda í morgun var ákveðið að loka leiðinni frá þjóðveginum og niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi vegna slæmrar umgengni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Benedikt deildi á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar, hafa ferðamenn keyrt utan vega á leiðinni niður á sandinn en landeigendur höfðu merkt leiðina niður eftir og stikað veg. Allur gangur virðist þó vera á því hvort fólk fylgi þeim vegi eða ekki. „Við erum bara aumir bændur og eigum ekki peninga til að verja þetta meira. Við getum samt ekki haft þetta svona því þá vill enginn heimsækja okkur. Þetta er algjört neyðarúrræði en við skiljum ekki af hverju við þurfum að standa í einhverjum stórum fjárútlátum til að verja landið, nema hreinlega að við förum að rukka inn á svæðið,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort að sá möguleiki hafi verið ræddur á meðal landeigenda segir hann svo ekki vera. Benedikt segir ekki liggja fyrir hvenær opnað verður aftur niður að flakinu en það sé mjög slæmt að loka leiðinni að því. „Vonandi finnum við fljótt út úr því hvað við getum gert þarna og þurfum ekki að hafa lokað lengi. Þetta er náttúrulega mjög vinsæll ferðamannastaður, einn sá vinsælasti hér í hreppnum, og við ætlum að reyna að leita einhverja leiða til að leysa þetta. En allavega á meðan það er svona bleytutíð þá höfum við lokað,“ segir Benedikt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira