Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2016 11:48 „Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Af hverju að verja peningunum sem þú hefur unnið hörðum höndum fyrir í hótelherbergi, bíl og leiðsögumann þegar klikkaða ævintýrið bíður í ódýrum húsbíl á Íslandi. Farðu hvert sem er, sofðu hvar sem er og gerðu allt mögulegt á alveg ótrúlega ódýran hátt.“ Þannig er kostum KúKú Campers lýst á heimasíðu fyrirtækisins sem er annað tveggja sem býður erlendum ferðamönnum upp á ódýran valkost sem vill sækja landið heim. Að geta gist í bílnum sem þeir nota til að rúnta um landið. Ekki eru þó allir sáttir, þeirra á meðal Æsa Gísladóttir sem rekur gistiheimilið Norður-Vík nærri Vík í Mýrdal. Reglulega leggja ferðalangar umræddum húsbílum á bílastæði utan við gistiheimilið, nýta sér salernisaðstöðu og nettengingu en greiða ekkert fyrir. „Ég er alveg að gefast upp á þessum camperum. Telst til undantekninga ef þetta fólk er ekki að stunda nytjastuld. Gistir á bílastæðinu fyrir utan gististaðinn hjá okkur, er á netinu, hleypur inn á klósettið...Mér finnst gaman í vinnunni en þetta er eitthvað sem mér líkar ekki,“ segir Æsa sem kvað sér hljóðs í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Æsa segist í samtali við Vísi ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerlingin sem standi í því að reka fólk af svæðinu. Hins vegar sé ekki sanngjarnt að gestir sem greiði fyrir aðstöðuna þurfi að deila aðstöðu með þessu fólki og jafnvel bíða í röð eftir að komast á salernið. Þá hafi komið fyrir að viðkomandi fólk óski eftir því að fá lánaða hluti úr eldhúsinu. Ekki sé svo að um daglegt brauð er að ræða en þó nærri því. Um daginn voru átta gestir á gistiheimilinu og á sama tíma átta gestir á bílastæðinu. Geri fólk ekki þarfir sínar innanhúss þá finnur það sér stað í grenndinni utanhúss til að sinna kalli náttúrunnar.Að neðan má sjá eina af fjölmörgum auglýsingum frá Happy Campers.Æsa segist viss um að hún sé ekki sú eina sem sé ósátt við stöðuna eins og hún sé í dag. Hún telur lausnina á vandamálinu hljóta að snúa að því að fyrirtækin, KúKú Campers og Happy Campers, kynni þessi mál betur fyrir viðskiptavinum sínum. Þeir geti ekki lagt hvar sem er og treyst á að nýta sér þjónustu á gistiheimilum þar sem annað fólk greiði fyrir sömu þjónustu. Heilmikil umræða hefur skapast um málið á fyrrnefndri Facebook-síðu og sýnist sitt hverjum. Hvetja sumir Æsu til að setja upp skilti, það hafi reynst vel, og einnig að loka fyrir internetið sitt og skipta reglulega um lykilorð. Æsa þakkar ábendingarnar sem hún ætlar að nýta sér og fara brosandi inn í sumarið. „Vona að fljótlega verði líka gerð bragarbót á hvernig þessir bílar eru kynntir og seldir út svo vandamálið verði smærra í sniðum.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira