Cameron viðurkenndi í kvöld að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns – og að hann hafi hagnast af því. Hann seldi sinn hlut með hagnaði fjórum mánuðum áður en hann varð forsætisráðherra.
Sjá einnig:Cameron viðurkennir að hafa átt hlut í aflandsfélagi
Málið komst upp eftir birtingu Panama-skjalanna svonefndu. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi í Brelandi eftir að skjölin leiddu í ljós að faðir hans heitinn, Ian, hafi stofnað félag á Bahama-eyjum, Blairmore Holdings Inc, á níunda áratug síðustu aldar, sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur á Bretlandseyjum.
Cameron hefur, þar til nú, farið undan í flæmingi vegna málsins og svarað fjölmiðlum óljóst. Hann sagði í fyrstu að sjóðurinn væri einkamál, en sagði síðan að hann ætti enga aflandsreikninga og aldrei hagnast á slíku fyrirkomulagi.
Snowden, sem hefur fylgst grannt með gangi mála á Íslandi og víðar í kjölfar lekans, birti umrædda færslu á Twitter í kvöld, en hana má sjá hér fyrir neðan.
Up to the British public, not us. In #Iceland, 10% of all voters were in the streets within 24 hours, and for less. https://t.co/IkUZztX8WG
— Edward Snowden (@Snowden) April 7, 2016