Segir óábyrgt að ganga til kosninga nú Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 21:18 Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Örlygur Hnefill Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana. Panama-skjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana.
Panama-skjölin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira