Evrópudeildarmeistarar Sevilla ætla ekki að sleppa höndinni af bikarnum svo auðveldlega.
Þeir nældu í mjög góðan útisigur gegn Athletic í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Þá fóru fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum.
Villarreal vann góðan heimasigur á Sparta Prag en tékkneska liðið nældi í útivallarmark sem gæti reynst dýrmætt.
Shaktar lagði Braga í Portúgal og svo var jafntefli hjá Dortmund og Liverpool.
Úrslit:
Dortmund-Liverpool 1-1
0-1 Divock Origi (36.), 1-1 Mats Hummels (48.).
Braga-Shaktar 1-2
0-1 Yaroslav Rakitskyi (44.), 0-2 Facundo Ferreyra (75.), 1-2 Wilson Eduardo (89.).
Villarreal-Sparta Prag 2-1
1-0 Cedric Bakambu (3.), 1-1 Jakub Brabec (45.+4), 2-1 Cedric Bakambu (63.).
Athletic Club-Sevilla 1-2
1-0 Aduriz (47.), 1-1 Timothee Kolodziejczak (56.), 1-2 Vicente Iborra (83.)
Sevilla með sterkan útisigur | Öll úrslit kvöldsins
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
