„Hann er ekki vondur, bara heimskur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 16:33 Óvissuástandið hér á landi vekur eftirtekt víða. Vísir/VG Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00
Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28