Píratar mælast með 43 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stálu af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira