Bless $immi á Austurvelli og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 10:19 Borði hefur verið hengdur á brú á Miklubraut og skilaboð hafa verið spreyjuð á Austurvöll og Garðabæ. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira