Send aftur til Sýrlands Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. apríl 2016 07:00 Flóttafólk kemur til grísku eyjunnar Lesbos eftir að hafa siglt yfir sundið frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tyrkir senda allt að hundrað flóttamenn daglega aftur yfir landamærin til Sýrlands. Þar á meðal hafa verið bæði barnshafandi konur og fylgdarlaus börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þetta hafa viðgengist vikum saman og nauðungarflutningar af þessu tagi brjóti algerlega í bága við bæði alþjóðareglur, reglur Evrópusambandsins og tyrknesk lög. Þá hélt breska blaðið The Times því fram nú í vikunni að tyrkneskir landamæraverðir hafi skotið á Sýrlendinga sem reyndu að komast yfir landamærin frá Sýrlandi til Tyrklands. Sextán manns hafi fallið fyrir byssukúlum Tyrkja. Á grísku eyjunum næst Tyrklandi sitja síðan þúsundir flóttamanna fastir, því samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins við Tyrkland ber Grikkjum að senda fólkið aftur til Tyrklands. Þeir fyrstu eiga að fara strax á mánudaginn. Allt þangað til Evrópusambandið gerði samning við Tyrkland, þann 20. mars síðastliðinn, höfðu Grikkir flutt flóttafólkið áfram með ferjum yfir til gríska meginlandsins. Þeir sem komið hafa eftir 20. mars þurfa hins vegar að bíða og geta reiknað með að verða sendir aftur til baka yfir til Tyrklands. Hundruð manna hafa flúið úr flóttamannabúðum á eyjunum, þar sem þeir eiga að bíða á meðan mál þeirra eru afgreidd. Amnesty International gagnrýnir harðlega samninginn sem leiðtogar Evrópusambandsins gerðu við Tyrkland í mars. „Í örvæntingu sinni við að loka landamærum sínum, þá hafa leiðtogar Evrópusambandsins vísvitandi litið fram hjá einföldustu staðreynd málsins: Tyrkland er ekki öruggt land fyrir sýrlenska flóttamenn og verður óöruggara með hverjum deginum sem líður,“ segir John Dalhuisen, framkvæmdastjóri Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. „Þetta er samningur sem ekki er hægt að framfylgja nema af kaldlyndi og með því að sniðganga alþjóðalög af andvaraleysi,“ segir hann í umfjöllun á vef samtakanna. Að sögn Amnesty International eru um 200 þúsund Sýrlendingar, sem hrakist hafa að heiman, komnir að landamærum Tyrklands og hafast þar við í flóttamannabúðum, þar sem aðstæður eru mjög bágbornar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira