Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli Þorfinnur Ómarsson skrifar 1. apríl 2016 13:49 Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent