Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta ingvar haraldsson skrifar 14. apríl 2016 09:35 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Vísir/Friðrik Þór Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist ekki sjá tilefni að því að hefja frumkvæðisathugun á aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri slitabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram á fundi umboðsmanns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tryggvi sagði hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leiti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væru að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Hlutverk hæfisregla væri fyrst og fremst ætlað að vernda réttindi þeirra sem ákvarðanir beindust að. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Tryggvi sagði hlutverk ráðherra felast í pólitískri stefnumörkun. Þá hefði endanleg ákvörðun er snéri að slitabúnum hafa verið tekin á Alþingi með lagabreytingum.Í Danmörku þarf að skrá hagsmuni maka Hann benti einnig á að umboðsmaður hefði takmarkaða möguleika til að stunda frumkvæðisathuganir en engin frumkvæðisathuganir fóru fram hjá umboðsmanni á síðasta ári vegna fjárskorts og álags á starfsmenn að sögn umboðsmanns. Þá sagðist Tryggvi ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa í tengslum við uppgjör búanna. „Ég get ekki séð það að stjórnvöld hafi tekið neinar ákvarðanir um greiðslur til einstakra kröfuhafa.“ Tryggvi benti á að ákveðin ráðgjafaskylda væri á starfsmönnum stjórnarráðsins en til þess þyrftu þeirra að hafa fullnægjandi upplýsingar. Því kynni að vera að ganga þyrfti lengra við skráningu hagsmuna en nú væri gert. Hann benti til að mynda á að í Danmörku þyrftu ráðherrar að skrá hagsmuni maka. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist ekki sjá tilefni að því að hefja frumkvæðisathugun á aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri slitabúa föllnu bankanna. Þetta kom fram á fundi umboðsmanns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tryggvi sagði hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leiti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væru að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Hlutverk hæfisregla væri fyrst og fremst ætlað að vernda réttindi þeirra sem ákvarðanir beindust að. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Tryggvi sagði hlutverk ráðherra felast í pólitískri stefnumörkun. Þá hefði endanleg ákvörðun er snéri að slitabúnum hafa verið tekin á Alþingi með lagabreytingum.Í Danmörku þarf að skrá hagsmuni maka Hann benti einnig á að umboðsmaður hefði takmarkaða möguleika til að stunda frumkvæðisathuganir en engin frumkvæðisathuganir fóru fram hjá umboðsmanni á síðasta ári vegna fjárskorts og álags á starfsmenn að sögn umboðsmanns. Þá sagðist Tryggvi ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa í tengslum við uppgjör búanna. „Ég get ekki séð það að stjórnvöld hafi tekið neinar ákvarðanir um greiðslur til einstakra kröfuhafa.“ Tryggvi benti á að ákveðin ráðgjafaskylda væri á starfsmönnum stjórnarráðsins en til þess þyrftu þeirra að hafa fullnægjandi upplýsingar. Því kynni að vera að ganga þyrfti lengra við skráningu hagsmuna en nú væri gert. Hann benti til að mynda á að í Danmörku þyrftu ráðherrar að skrá hagsmuni maka.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira