Kjarni málsins Stjórnarmaðurinn skrifar 27. apríl 2016 09:30 Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira