Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra Þóra Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt. Í formála Barnasáttmálans er því lýst að hvert barn eigi að alast upp í fjölskylduumhverfi þar sem ríkir hamingja, ást og skilningur. Sem betur fer býr meirihluti barna á Íslandi við slíkt nærandi og hvetjandi umhverfi. Þegar foreldrar slíta samvistum, getur veröld barna og foreldra þeirra farið á hvolf og djúp sár geta myndast sem tekur tíma og vinnu að græða. Í flestum tilfellum ganga skilnaðir tiltölulega vel. Samkvæmt rannsóknum ná foreldrar í um 80% tilvika að semja um skilnaðarskilmála án sérstakrar aðstoðar. Í öðrum tilfellum ganga skilnaðir hins vegar ekki jafn vel. Þar ríkir jafnan mikil reiði á milli foreldra, særindi, ásakanir og spenna, og börnin líða þjáningar vegna þess. Þeim er jafnvel gert að taka afstöðu með öðru hvoru foreldrinu gegn hinu og þannig verða þau á milli sem eins konar vopn í valdabaráttu foreldra sinna. Barnaheill telja að gefa þurfi stöðu og líðan barna sem verða á milli í átökum foreldra eftir skilnað meiri gaum. Sérstaklega af börnum sem missa tengsl við annað foreldri sitt vegna þessara aðstæðna. Börn bera ekki ábyrgð á vellíðan foreldra sinna og þeim má ekki beita sem vopni í baráttu þeirra um völd. Foreldrum ber skylda til að greiða úr samskiptaerfiðleikum án þess að leggja ábyrgð á börn sín í því verkefni. Börn eiga sjálfstæðan rétt á að umgangast og þekkja báða foreldra sína og báðum foreldrum ber að stuðla að því að umgengni gangi vel fyrir barnið, í undantekningartilfellum þarf þó stuðning eða eftirilit yfirvalda. Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á foreldra, stjórnvöld og samfélagið allt að gæta þess að börn séu ekki látin bera ábyrgð í deilum foreldra og að börn séu ekki útilokuð frá samvistum við annað foreldri sitt nema að öryggi þeirra sé í raun ógnað. Samtökin biðla til foreldra að hafa hagsmuni barna sinna í forgrunni við allar ákvarðanir sem þau varða. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu og óæskilegum áhrifum, svo sem hatursorðræðu og ógnandi aðstæðum. Þau eiga rétt á að njóta sömu tækifæra til að lifa hamingjuríku lífi og okkur ber öllum skylda til að gæta sameiginlega að því að svo megi verða. Barnaheill vilja ítreka að börn eru viðkvæmur hópur sem eiga rétt á sérstakri vernd og þau eiga rétt á því að vera virt sem einstaklingar með sjálfstæð réttindi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar