Ólafur Ragnar hættur við framboð Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 11:35 Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23