Segir Kína „nauðga“ Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2016 10:50 Donald Trump á fundinum í Indiana í gær. vísir/getty Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust.
Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25
Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09
Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52