Brottfararsalur flugvallarins í Brussel opnar á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. maí 2016 23:30 Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, við opnunina. Vísir/EPA Brottfararsalur Zaventem-flugvallarins í Brussel hefur verið opnaður á ný í fyrsta sinn eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í mars þar sem tveir hryðjuverkumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp ásamt sextán flugvallargestum. Búið var að opna flugvöllinn sjálfan á nýjan leik að einhverju leyti en útbúinn hafði verið tímabundinn brottfararsalur fljótlega eftir hryðjuverkaárásirnar svo hefja mætti starfsemi á flugvellinum skömmu eftir árásirnar. Miklar skemmdir urðu á brottfararsalnum í árásunum sem sinn tíma tók að laga. Haldin var sérstök athöfn þegar brottfararsalurinn var opnaður á nýjan leik og hélt forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ræðu. „Við höfum öll valið það að spyrna við fótum og í dag opnar flugvöllur höfuðborgar okkar á nýjan leik. Brussel er klár í slaginn,“ sagði Michel en sérstakt minnismerki um þá sem féllu í árásunum var vígt við athöfnina. Gríðarleg öryggisgæsla var við athöfnina og gera má ráð fyrir að svo verði áfram en búið er að efla alla öryggisgæslu á flugvellinum til muna eftir hryðjuverkaárásirnar í mars. Forstjóri rekstaraðila flugvallarins sagði að opnun brottfararsalsins væri mikilvægt skref til þess að endurbæta ímynd borgarinnar. Sagðist hann vona að flug gætu hafist af fullum krafti að nýjum leik um miðjan næsta mánuð. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Einn árásarmannanna vann á flugvellinum Najim Laachraoui vann á Zaventem flugvellinum í Brussel í fimm ár. 20. apríl 2016 23:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Brottfararsalur Zaventem-flugvallarins í Brussel hefur verið opnaður á ný í fyrsta sinn eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í mars þar sem tveir hryðjuverkumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp ásamt sextán flugvallargestum. Búið var að opna flugvöllinn sjálfan á nýjan leik að einhverju leyti en útbúinn hafði verið tímabundinn brottfararsalur fljótlega eftir hryðjuverkaárásirnar svo hefja mætti starfsemi á flugvellinum skömmu eftir árásirnar. Miklar skemmdir urðu á brottfararsalnum í árásunum sem sinn tíma tók að laga. Haldin var sérstök athöfn þegar brottfararsalurinn var opnaður á nýjan leik og hélt forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, ræðu. „Við höfum öll valið það að spyrna við fótum og í dag opnar flugvöllur höfuðborgar okkar á nýjan leik. Brussel er klár í slaginn,“ sagði Michel en sérstakt minnismerki um þá sem féllu í árásunum var vígt við athöfnina. Gríðarleg öryggisgæsla var við athöfnina og gera má ráð fyrir að svo verði áfram en búið er að efla alla öryggisgæslu á flugvellinum til muna eftir hryðjuverkaárásirnar í mars. Forstjóri rekstaraðila flugvallarins sagði að opnun brottfararsalsins væri mikilvægt skref til þess að endurbæta ímynd borgarinnar. Sagðist hann vona að flug gætu hafist af fullum krafti að nýjum leik um miðjan næsta mánuð.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Einn árásarmannanna vann á flugvellinum Najim Laachraoui vann á Zaventem flugvellinum í Brussel í fimm ár. 20. apríl 2016 23:26 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Einn árásarmannanna vann á flugvellinum Najim Laachraoui vann á Zaventem flugvellinum í Brussel í fimm ár. 20. apríl 2016 23:26