Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. vísir/Vilhelm „Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
„Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira