Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Icewear stendur í stórræðum, hann byggir verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Antonbrink Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira