Vilja að 20% af efni Netflix sé evrópskt Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:35 Forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið. Netflix Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið.
Netflix Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira