Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:28 Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira