Rannsókn lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 10:20 Hlín var handtekin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún hugðist sækja átta milljónir króna. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent