30 prósent af EM-hóp íslenska landsliðsins eru "nýliðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Strákarnir fagna því að vera komnir á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Íslenska landsliðið sem er á leiðinni á EM í Frakklandi hefur verið í mótun í mörg ár og margir leikmannanna hafa öðlast mikla landsleikjareynslu þótt þeir mæti nú á stóra sviðið svolítið blautir á bak við eyrun. Árangurslaus og áhugalaus ár landsliðsins fyrir nokkrum árum eru kannski í dag eins og fjarlæg martröð eftir ævintýralegan árangur strákanna okkar síðustu ár, en þau skipta samt liðið í dag máli. Liðið var vissulega í miklum vandræðum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en hans verður þó alltaf minnst sem landsliðsþjálfarans sem gaf flestum úr gullkynslóðinni sín fyrstu kynni af því að spila fyrir A-landsliðið. Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, sá líka ástæðu til þess að þakka þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni fyrir að gefa mörgum af þessum strákum sem eru nú á leiðinni á Evrópumótið sína frumraun með landsliðinu.Sjö af ellefu sem byrjuðu á móti Hollandi Átta úr EM-hópnum léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ólaf og sjö þeirra spiluðu sinn fyrsta leik í keppni í þjálfaratíð hans. Það er ekki þó bara fjöldinn sem skiptir hér máli heldur hverjir þetta eru. Af ellefu byrjunarliðsmönnum í sigrinum eftirminnilega á móti Hollandi í Amsterdam í september í fyrra spiluðu sjö þeirra fyrsta leikinn fyrir Ólaf en aðeins einn lék sinn fyrsta landsleik í tíð Lars og Heimis. Landsliðið hefur náð frábærum árangri síðustu ár undir stjórn þeirra Lars og Heimis en liðið er samt sem áður í stöðugri þróun. Níu af leikmönnum léku sinn fyrsta landsleik eftir að þeir tóku við liðinu og sjö leikmannanna hafa aðeins spilað í vináttulandsleikjum. Þeir eru í raun enn þá nýliðar í landsliðinu því það er tvennt ólíkt að spila vináttuleik fyrir Ísland eða leik í undankeppni stórmóts. Það að þrjátíu prósent EM-hópsins hafi ekki spilað leik sem skiptir máli er kannski há tala en þegar á hólminn er komið munu þeir Lars og Heimir örugglega veðja á þá stráka sem sáu til þess að Ísland fær að leika á stóra sviðinu í fyrsta sinn í næsta mánuði. Liðsheildin sem þeir hafa náð að mynda í kringum sína fastamenn er mögnuð og án vafa það sem hefur komið íslenska liðinu svona langt. Fram undan eru vináttuleikir við Noreg og Liechtenstein í þessari viku og svo byrjar fjörið eftir aðeins fimmtán daga þegar Ísland tekur á móti Cristiano Ronaldo g félögum í í portúgalska landsliðnu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira