Obama lýsir yfir stuðningi við Clinton og þakkar Sanders - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 20:14 Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45