Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2016 22:05 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. vísir/hanna Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði mögulega sinn síðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og skoraði þá í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var reyndar farinn að óttast um að markið myndi ekki koma en hann hafði komist nálægt því í tvígang áður en markið kom. „Þegar hann klikkaði varð maður svekktari en um keppnisleik hefði verið að ræða,“ sagði Aron Einar í léttum dúr. „En það er virkilega skemmtilegt fyrir hann að kveðja með marki og sigri.“ „Fyrir okkar kynslóð sem eru í landsliðinu er Eiður Smári maður sem við höfum litið upp til í fjölda ára. Í okkar huga er hann besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi.“ Hann segir að það hafi verið fallegt að sjá að Lars Lagerbäck hafi fengið góða kveðjustund eftir leikinn. „Það voru fullt af fólki hér í kvöld sem fengu að kveðja gamla kallinn. Hann átti skilið að vinna þennan leik enda langt síðan síðast. Það hefði verið svekkjandi fyrir hann að tapa þessum.“ Hann segir að heildarniðurstaða leiksins hafi verið góð, þó svo að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. „Við vorum að prófa ýmislegt. Duttum niður, vorum í hápressu, tókum langa bolta, spiluðum stutt, hrætt og hægt. Það var ýmislegt sem við gátum prófað og þetta var fínn leikur til þess.“ „Þetta var vissulega ekki sterkasti andstæðingur en það var gott að fá allt þetta inn í hausinn okkar fyrir Frakkland. Það var svo gott fyrir sjálfstraustið að vinna leikinn.“ Hann segir að staða liðsins fyrir förina til Frakklands sé góð. „Við áttum góða æfingu í gær og fórum þá yfir varnarskipulagið. Mér fannst allt smella aftur þá. Við vorum þéttari og áttum í raun gott spjall saman.“ „En það er alveg ljóst að það er sama hvað andstæðingurinn heitir, við þurfum að vera á fullu allan tímann til að fá eitthvað úr leikjunum. Við höfum lært að við getum aldrei slappað af.“ Hann segist vera komast sífellt nær sínu gamla formi eftir að hafa verið meiddur. „Ég var nokkuð lengi í gang og átti nokkrar feilsendingar í byrjun. En svo varð ég öruggari og öruggari. Ég náði að spila 90 mínútur sem var virkilega gott fyrir mikilvægan leik gegn Portúgal. Það er í raun vonum framar.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36 Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Lars Lagerbäck kvaddi íslensku þjóðina með 4-0 sigri í síðasta leik strákana okkar fyrir EM. 6. júní 2016 21:36
Kolbeinn: Höfum allir beðið eftir þessu allan fótboltaferilinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 20. landsliðsmark sitt í kvöld í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið. 6. júní 2016 21:45
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16