Hreinn úrslitaleikur um NBA-titilinn á sunnudaginn | LeBron James rosalegur í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2016 03:50 LeBron James skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira