Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 11:16 Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00